Fréttir RSS

Haugur hefur ákveðið að fara í Facebook leik með flottum vinningum! Eina sem þarf að gera er að ská sig á póstlistann á haugur.is neðst á síðunni okkar og þá ertu kominn í pottinn. Í boði eru fjögur box fyrir fjóra heppna verðandi áskrifendur sem dregin verða út 15. júní og vinningshafar tilkynntir á haugur.is og Facebook. Á heimasíðunni okkar má á hverjum tíma sjá úrvalið okkar af flugunum okkar. Fram á sumar munu nokkrar nýjar flugur detta inn og fleiri spennandi vörur. Í hverju boxi verða 12 flugur, flest nýjir gullmolar! 6 stk. stál túbu-Haugur, Von og Skuggi, 7...

Lesa meira

DÓT Vertíðin er handan við hornið og ég er farinn að huga að dóti fyrir sumarið. Þetta er eins og með margt annað í þessum heimi, mér líkar þetta og öðrum líkar hitt. Ég er búinn að prufa margar stangir og mörg "kombó" í gegnum tíðina. Það eru mörg góð merki á markaðnum í dag en í dag er LOOP það dót sem ég vel mér. Ég ætla að eyða nokkrum orðum í hvað ætla ég að velja þetta sumarið. Stangir Opti NXT 7124-4 MF (12,4 fet fyrir línu 7) https://www.looptackle.com/products/rods/opti-nxt-series/ Ég fékk að vera með svöna stöng þegar hún...

Lesa meira

Þegar vel er að gáð þá er nóg að vera með tíu flugur í boxinu ef gera á góðan veiðitúr. Í þessum pistli ætla ég að telja upp þær flugur sem ég myndi nota. Þegar ég tala um viðkomandi flugu þá er ég að tala um gerð flugurnar óháð stærð. Minn listi lítur svona út:1.Haugur, sem hefur skapað sér mikla sérstöðu í veiðiheimum og tekið margan laxinn.2.Haugur Gárutúpa, án efa eins sú sterkast gárutúpan sem er til3.Frances cone head, svartur, rauður og appelsínugulur4.Sun Ray Shadow og mín útgáfa Skuggi skáskorin, Skuggi flöskutúbu og Skuggi í fluguútfærslu. Mjög skæð fluga.5.Von systir Haugsins. Mjög öflug fluga allt sumarið.6.Black...

Lesa meira

Í síðasta pisli mínum ræddi ég um smáflugur og hvernig best væri að veiða á þær. Ég hef orðið þess áskynja að erlendum veiðimönnum finnst þessi veiðaðferð hjá okkur skrítin og ég held að ástæðan fyrir því sé að þeir hafa ekki lært að nota þessa aðferð. Hvað er það sem gerir þessa aðferð svona sterka, jú hún eykur möguleikanna á því að ná í góða veiði. Þegar komið er að veiðistað þá geta legið nokkrir tökufiskar eða fiskar sem mögulegt er að fá upp í fluguna. Besta aðferðin er að byrja með míkró gárutúpu t.d. Haug, fara eina yfirferð og...

Lesa meira

Svarið við því er einfalt það er mun skemmtilegra að sjá fiskinn koma upp í fluguna en þegar hann tekur hana djúpt niðri það er að segja þegar veitt er með túbu. Stundum snýst þetta ekki um magn heldur gæði og það er ekkert skemmtilegra en að veiða á smáflugu eða gárutúpu. Hvernig er best að veiða á smá flugu? Ég held að ég geti verið nokkuð öruggur þegar ég segi að það veiðist ALDREI þegar smá flugunni er kastað þvert (90°) á strauminn. Heldur verður að kasta undir horni (45°til 60°) á strauminn og byrja að strippa um leið...

Lesa meira